Sagan

Stuðningur við mannúðarstarf í Tógó

Sól í Tógó eru samtök sem hafa stutt við mannúðarstarf í Togo frá árinu 2008. Lengst af hafa samtökin stutt við systir Victorine í Aného og Gliji í Tógó á árunum 2008 til 2015.  Victó tók að sér ung börn og hélt þeim heimili í gömlu húsi við kaþólskan skóla í Anéhó og bjargaði þar með lífi þeirra, þótt aðbúnaður og aðstæður væru fátæklegar.

Félagar í samtökunum Sól í Tógó bættu aðbúnað og lífsskilyrði barnanna með framlögum og drjúgu sjálfboðaliðastarfi. Lóðin í Gliji var afgirt og ræktuð upp, hús byggð, og markmið skýrð og starfsemin sett í fastara mót. Sól í Tógó ásamt Laufásborgar leikskóla sinnti menntun og sjálfseflingu starfsfólksins á heimilinu til nokkurra ára auk fjölda annarra verkefna í kringum heimilið og samfélagið í Aneho.

Árið 2015 hætti Sól í Tógó samstarfi við Victo og heimilið en samtökin óska henni velfarnaðar í starfi sínu sem er óendanlegt og benda áhugasömum sem vilja styrkja eða fylgjast með heimilinu að hafa samband við Yvette Fatsawo hjá þýsku samtökunum Kinder in Aneho.

netfang: info@kinder-in-aneho.de / vefsíða: http://www.kinder-in-aneho.de/