Annálar

2016:

Janúar: Sól í Tógó fékk styrk frá Utanríkisráðuneytinu til þess að halda rokkbúðir í Togo í samstarfi við Stelpur Rokka. Upphæð 900 þúsund kr.

Mars: Stelpur rokka og Sól í Tógó hófu söfnun á hljóðfærum, og söfnuðu hálfu tonni.

Júlí: Hljóðfærunum pakkað niður og send til Togo.

Ágúst: Mirlinda Kuakuvi hélt stelpurokkbúðir í Kpalime. 30 stúlkur komu í tæpa viku og lærðu að spila á hljóðfæri í fyrsta sinn og spila saman í hljómsveitum. Rokkbúðirnar enduðu með tónleikum þar sem allir þátttakendur komu fram.

Október: Mirlinda leigði húsnæði í Lome undir hljóðfærin og tónlistarkennsluna þar sem hún opnar tónlistarskóla fyrir stúlkur eftir haustfríið í október. Skólinn heitir Nyonovio og Sól í Tógó hefur tekið að sér reksturinn í tvö ár.

Desember: Áætlað er að halda styttri stelpurokkbúðir í Lome í jólafríinu. Þriggja daga búðir, þar sem þátttakendur fara heim að loknum vinnudegi.

2013:


Febrúar:
Öskupokasamkoma á öskudaginn í Iðu-kaffihús. 400 þúsund krónur safnast.

Mars: Börnin á heimilinu eru orðin 100.

April: Sól í Tógó fær styrk frá Þróunrasamvinnustofnun til að byggja íbúðarhús fyrir 48 börn.

Maí: Fyrstu skiptinemarnir frá Laufásborg, Pirette og Gentille, snúa aftur til Gliji og endurskipuleggja starfið á leikskólanum.

Skákkennsla hefst á heimilinu í apríl. Noël og Line ráðin til starfa. Krakkar á aldrinum 9 – 18 ára stunda skákkennslu á sunnudögum og fara auk þess í keppnisferðir og sund.

Júní: Framkvæmdir við nýja íbúðarhúsið hefjast.

Júli: Velunnari samtakanna gefur heimilinu bíl til að auðvelda ferðir með börnin út fyrir heimilið.

September: Noël kemur til tveggja mánaðar námsdvalar á Laufásborg.

Nóvember: 33 myndlistarmenn gefa verk til stuðnings nýbyggingunni og þau eru boðin upp í Hannesarholti. Afraksturinn er 6,5 milljónir króna. Á sama tíma fá samtökin 1 milljón króna að gjöf til að ljúka við verkið. Byggingin er þá að fullu fjármögnuð.

Desember: Árlegur jólamarkaður og jólahlaðborð á Laufásborg til styrktar Sól í Tógó skila 500 þúsund krónum.