Rokk í Togo

Stelpurokkbúðir í Togo 2016

Sól í Tógó og Stelpur Rokka söfnuðu 500 kg af hljóðfærum á Íslandi en fjöldi einstaklinga gaf hljóðfæri sín til verkefnisins og gerðu þennan viðburð að veruleika. Með aðstoð Icelandair og Pökkun & Flutningar komust hljóðfærin til Togo. Í ágúst 2016 fóru síðan fram stelpurokkbúðir í fjallabænum Kpalime.

Tónlistarbúðirnar voru fjármagnaðar af Sól í Tógó og styrk frá Utanríkisráðuneytinu. Framkvæmdastýra rokkbúðanna var söngkonan Mirlinda Kuakuvi og með aðstoð Áu Einarsdóttur frá Stelpur Rokka á Íslandi heppnuðust búðirnar afar vel. Þátttakendur voru rúmlega 30 unglingsstúlkur og 1o tógólískar tónlistarkonur sem leiðbeindu stúlkunum inn í heim tónsmíða og tjáningar. Þessar yndislegu rokkbúðir hafa leitt af sér áframhaldandi og frjósamt samstarf við Mirlindu. Sól í Tógó tók á leigu húsnæði í Lome undir hljóðfærin frá Íslandi og stofnaði ásamt Mirlindu tónlistarskóla fyrir stúlkur sem er starfræktur á sama stað. Það ber að taka fram að þetta er fyrsti starfandi tónlistarskólinn í Togo.

 

Meira um rokkið í Kpalime:

http://www.frettatiminn.is/stelpur-rokka-i-togo/