Skák

Sjálfstyrking gegnum skák

Omar Salama skipulagði skákkennslu fyrir börnin í Gliji undir lok árs 2012. Börnin nutu skákkennslu einu sinni í viku, tóku þátt í skákmótum og heimsóttu aðra skóla til að keppa í skák.

Meginmarkmið skákkennslunnar var að efla börnin í félagsstarfi og gefa þeim færi á að þroska hæfileika sína. Skákkennslan á heimilinu vakti athygli í Tógó. Forseti alþjóða skáksambandsins FIDE heimsótti heimilið í Gliji þegar hann kom í stutta heimsókn til Tógó snemmsumars 2013.