Nýbyggingar

Fyrsta íbúðarhúsið rís

 Í júní 2013 hófst bygging fyrsta áfanga af íbúðarhúsnæði fyrir börnin og umsjónarmömmur þeirra eftir teikningum sem Pálmi Guðmundsson arkitekt gaf Sól í Tógó. Í þessum áfanga eru reistar sex einingar sem hver um sig mun hýsa átta börn og eina umsjónarmömmu; eða 48 börn samtals. Húsið er einskonar raðhús á tveimur hæðum; hver eining er sjálfstæð en tengist öðrum með sameiginlegu útirými og svölum. Húsið er tilbúið og kostnaður við bygginguna var 85 milljón CFA eða rúmlega 20 milljónir íslenskra króna. Húsið var byggt með framlagi frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands (13 m.kr.) og með tekjum af uppboði á myndverkum sem íslenskir myndlistarmenn gáfu Sól í Tógó (7 m.kr.). Byggingin var á áætlun; bæði kostnaðarlega og tímanlega og afhent haustið 2014.