Menntun starfsfólks

Leikskóli

Menntunarsamstarf við Laufásborg

Eftir sex mánaða námsdvöl við Laufásborg snéru Pirette Golo og Gentille Brukum aftur til Gliji í apríl 2013 og innleiddu í leikskólann þar hópastarf og aðra grunnþætti Hjallastefnunnar sem þær höfðu lært á Laufásborg. Þeim til stuðnings hélt starfsfólk Laufásborgar vikulega fundi í gegnum Skype með starfsfólki leikskólans í Gliji.

Starf leikskólans tók fljótt miklum stakkaskiptum og var árangur af þessu starfi augljós og góður. Til að byrja með var unnið í þremur hópum en síðan urðu hóparnir fimm.

Til að efla starfið kom Noel Fumey til námsdvalar á Laufásborg í tvo mánuði haustið 2013.

Matthildur og Jensína Hermannsdætur, skólastýrur Laufásborgar höfðu yfirumsjón með innleiðingu Hjallastefnunnar í Gliji.