Sól í Tógó leitar bæði að stuðningsfólki við starfið en líka samstarfsaðilum sem treysta sér til að leggja verkefnum lið með þekkingu sinni og kunnáttu. Sól í Tógó ætlar sér ekki að verða stofnun með viðamikilli starfsemi heldur fyrst og fremst farvegur fyrir fólk sem vill láta gott af sér leiða. Sól í Tógó hefur byggt upp traust milli fólks í Tógó og á Íslandi og aflað reynslu um hvernig má með skýrum hug og heitu hjarta láta stóra drauma rætast. Á grunni slíkra persónulegra tengsla og sameiginlegra minning um sigra getur fólk látið sig dreyma stærri drauma. Og leyft þeim að dafna.